Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. ágúst 2014 09:40
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Vidal áfram orðaður við Manchester United
Powerade
Arturo Vidal.
Arturo Vidal.
Mynd: Getty Images
Welbeck gæti óvænt farið til Arsenal.
Welbeck gæti óvænt farið til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Coates gæti verið á leið til Sunderland.
Coates gæti verið á leið til Sunderland.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokar á mánudag og það er nóg af slúðursögum í gangi!



Louis van Gaal vill kaupa miðjumanninn Arturo Vidal til Manchester United á 34 milljónir punda. Ef það gengur upp hefur United eytt 200 milljónum punda í leikmanninn síðustu tvö ár. (Independent)

United gæti nýtt sér áhuga Juventus á Javier Hernandez til að landa Vidal. (Daily Express)

Manchester United ætlar að kaupa Daley Blind frá Ajax á 18 milljónir punda í þessari viku. (Sun)

Roma virðist ætla að hafa betur gegn Arsenal í baráttunni um Kostas Manolas miðvörð Olympiakos. (Goal)

Roma hefur hætt við að funda með FC Bayern um varnarmanninn Mehdi Benatia. Það þýðir að Manchester United og Arsenal eiga meiri möguleika á að krækja í kappann. (Daily Star)

Arsenal ætlar að reyna að krækja í William Carvalho miðjumann Sporting Lisabon eftir að portúgalska félagið lækkaði verðmiðann á honum. (Daily Express)

Arsenal gæti reynt að fá Danny Welbeck frá Manchester United eða Loic Remy frá QPR þar sem óttast er að Olivier Giroud verði frá keppni í þrjá mánuði. (Daily Telegraph)

Southampton vonast til að hafa betur gegn Monaco í baráttunni um Toby Alderweireld varnarmann Atletico Madrid. (Times)

Tottenham er tilbúið að borga átta milljónir punda fyrir varnarmanninn Federico Fazio hjá Sevilla. (London Evening Standard)

Chelsea er í viðræðum við Mattia Destro framherja Roma ef marka má orð umboðsmanns hans. (Daily Star)

QPR er að kaupa vinstri bakvörðinn Jack Robinson frá Liverpool á eina milljón punda. (Daily Mirror)

West Ham hefur spurst fyrir um Philipp Wollscheid miðvörð Bayer Leverkusen. (Daily Mail)

Sunderland, QPR og WBA vilja öll fá miðjumanninn Andy King frá Leicester. (Sun)

Bournemouth vill kaupa Carlton Cole framherja West Ham á eina milljón punda en leikmaðurinn er sjálfur ekki spenntur fyrir því að fara í Championship deildina. (Daily Mirror)

Sunderland er að landa Sebastian Coates varnarmanni Liverpool á láni. (Daily Star)

Swansea ætlar að kaupa framherjann Modou Barrow frá Ostersund í Svíþjóð á 1,5 milljón punda. (Western Mail)

Hull hefur ekki gefið upp alla von á að krækja í Jordan Rhodes framherja Blackburn. (Hull Daily Mail)

Rhodes er að íhuga að óska eftir sölu til að komast til Hull. (Daily Mail)

Tim Sherwood gæti tekið við QPR af Harry Redknapp. (Daily Mirror)

Gary McAllister, fyrrum miðjumaður Liverpool, óttast að Mario Balotelli muni eyðileggja liðsandann hjá félaginu. (Talksport)
Athugasemdir
banner