Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. ágúst 2015 11:24
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar að glíma við meiðsli
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn í næstu viku.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi keppnistímabilsins í Championship-deildinni.

Samkvæmt WalesOnline er óvíst hvort Aron geti leikið með Cardiff City gegn Nottingham Forest komandi laugardag.

Aron átti að vera í byrjunarlið Cardiff gegn MK Dons í enska deildabikarnum en var tekinn úr liðinu rétt fyrir leik þar sem hann fann fyrir meiðslum í upphitun.

Landsliðshópurinn fyrir leikinn gegn Hollandi verður tilkynntur á fréttamannafundi í Laugardalnum í hádeginu á föstudag. Ísland er í efsta sæti riðilsins þegar fjórar umferðir eru eftir.

Cardiff er í sjöunda sæti Championship (B-deildar Englands) eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir
banner
banner