Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 26. ágúst 2015 11:47
Fótbolti.net
Heimild: Pepsi-mörkin 
Hemmi Hreiðars: Mun kenna mönnum að henda sér niður
Hermann er líflegur á hliðarlínunni.
Hermann er líflegur á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, fékk brottvísun í fyrri hálfleik þegar lið hans tapaði á mánudag fyrir Val 4-2 í Pepsi-deildinni.

Hermann hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir hegðun sína á hliðarlínunni en velski dómarinn Iwan Griffith sýndi honum rauða spjaldið.

Í viðtali í Akraborginni á X-inu í gær leyndi Hermann því ekki hversu pirraður hann er.

„Ég ætla að fara að vera með æfingar þrisvar í viku og kenna mönnum að henda sér niður og vera klókir því þá er dæmt. Það er línan sem er sett. Af hverju geta menn ekki notað flautuna þegar það er klárlega verið að brjóta á mönnum þó þeir standi það af sér?" sagði Hermann meðal annars.

Í Pepsi-mörkunum í gær var fjallað um brottvísun Hermanns og brot úr viðtalinu úr Akraborginni spilað. Hjörtur Hjartarson sagði Hermann svo sannarlega hafa átt skilið að fá brottvísun og Kristján Guðmundsson fordæmdi ummæli hans í viðtalinu í Akraborginni, svona eigi þjálfari ekki að tala.

Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni í Pepsi-mörkunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner