mið 26. ágúst 2015 09:31
Magnús Már Einarsson
Kári Árna: Það besta sem ég hef upplifað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sjúkt. Þetta er það besta sem ég hef upplifað," sagði Kári Árnason í viðtali á heimasíðu Malmö eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Malmö sigraði Celtic 2-0 í gær og fór áfram með sigri samanlagt 4-3.

„Þetta er stærsta afrek mitt með félagsliði. Ég er 32 ára gamall og mun hætta eftir nokkur ár svo þetta er mjög stórt."

Malmö var með góða stjórn á leiknum í gær og Kári hafði litlar áhyggjur.

„Þeir sköpuðu ekki mikið. Við höfðum fulla stjórn á leiknum og þeir náðu aldrei að pressa á okkur."

Malmö verður í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á morgun.



Athugasemdir
banner
banner
banner