Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. ágúst 2015 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Milner bjartsýnn í titilbaráttunni
Milner og félagar hafa tekið sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum.
Milner og félagar hafa tekið sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum.
Mynd: Getty Images
James Milner, miðjumaður Liverpool, telur að liðið geti barist um Englandsmeistaratitilinn á tímabilinu.

Enski landsliðsmaðurinn var meistari í tvígang með Manchester City og býst við því að hann geti gert slíkt hið sama með Liverpool.

„Við sjáum hvað setur þegar tímabilinu lýkur, er það ekki?" sagði Milner þegar blaðamenn spurðu hann út í titilvonir Liverpool.

„Þetta eru spennandi tímar hjá félaginu. Það hafa augljóslega verið miklar breytingar innan og utan vallar í sumar og það mun taka tíma til að ná okkar besta, en tímabilið hefur byrjað mjög vel."

„Við viljum ekki setja nein sérstök markmið en því lengur sem tímabilið líður, því meira sem við spilum saman, því betri verðum við."
Athugasemdir
banner
banner