Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. ágúst 2015 08:00
Magnús Már Einarsson
Myndband: Ótrúleg vítaspyrna í Mosfellsbæ - Á hvað er dæmt?
Úr leik hjá Aftureldingu.
Úr leik hjá Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Selfoss sigraði Aftureldingu 3-1 í Pepsi-deild kvenna í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Þriðja mark Selfyssinga kom úr vítaspyrnu sem dæmd var undir lok leiks.

Eftir hornspyrnu Selfyssinga dæmdi Bryngeir Valdimarsson dómari leiksins vítaspyrnu upp úr þurru.

Hrefna Guðrún Pétursdóttir fékk einnig gula spjaldið en ekki er hægt að sjá að hún hafi verið brotleg eins og Bryngeir vill meina.

„Það klikkaði ekkert hjá okkur, dómgæslan var bara ekki upp á marga fiska. Hann færir þeim vítaspyrnu líka í lok leiks, ég get alveg staðið fyrir það að þetta var vítaspyrna þarna í byrjun, en öll brot á vellinum voru þeim í vil og þetta var mjög sérstakt í dag," sagði Júlíus Júlíusson þjálfari Aftureldingar í viðtali eftir leik.

Hér er myndband sem Afturelding birti af brotinu.

Getraun dagsins - "Sérðu brotið ?". Rétt svör sendist á jafnréttisnefnd KSÍ, merkt "Dómgæsla í Pepsideild kvenna 2015"

Posted by Afturelding Knattspyrnudeild on Tuesday, August 25, 2015

Athugasemdir
banner
banner
banner