Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. ágúst 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
U21 árs landsliðshópurinn - Tveir nýliðar
Björgvin Stefánsson er nýliði í hópnum.
Björgvin Stefánsson er nýliði í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, tilkynnti nú rétt í þessu hópinn fyrir komandi leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi í undankeppni EM.

Íslenska liðið mætir Frakklandi á Kópavogsvelli laugardaginn 5. september en leikurinn við Norður-Íra verður á Fylkisvelli þriðjudaginn 8. september.

Íslenska liðið byrjaði undankeppnina vel með 3-0 sigri á Makedóníu í júní síðastliðnum.

Tveir nýliðar eru í hópnum. Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fylkis, og Björgvin Stefánsson, framherji Hauka og markahæsti leikmaður 1. deildar.

Hjörtur Hermannsson og Árni Vilhjálmsson snúa aftur í hópinn eftir að hafa misst af fyrsta leiknum vegna meiðsla.

Davíð Örn Atlason og Ívar Örn Jónsson úr Víkingi R. detta út úr hópnum sem og markvörðurinn Fannar Hafsteinsson.

Markverðir:
Rún­ar Alex Rún­ars­son - Nord­sjæl­land
Frederik Al­brecht Schram - Vest­sjæl­land
Ólafur Íshólm Ólafsson - Fylkir

Varnarmenn:
Böðvar Böðvarsson (FH)
Daníel Leó Grétarsson (Álasund)
Hjötur Hermannsson (PSV Eindhoven)
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Adam Örn Arnarson (Nordsjælland)
Heiðar Ægisson (Stjarnan)

Miðjumenn:
Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Aron Elís Þrándarson (Álasund)
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Ævar Ingi Jóhannesson (KA)

Framherjar:
Elías Már Ómarsson (Valerenga)
Árni Vilhjálmsson (Lilleström)
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Viktor Jónsson (Þróttur)
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner