Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. ágúst 2016 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: Fjölnir úr baráttunni um 3. sætið
Fjölniskonur eru úr leik í baráttunni um 3. sætið
Fjölniskonur eru úr leik í baráttunni um 3. sætið
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er orðið nokkuð ljóst hvernig B-riðillinn í 1. deild kvenna mun enda. Grindavík er búið að vinna riðilinn og Haukar munu lenda í 2. sæti, en það er enn spurning hvaða lið endar í 3. sæti.

Sú barátta er á milli Keflavík og Augnabliks, en lið Fjölnis skráði sig úr þeirri baráttu með tapi gegn Aftureldingu í kvöld. Afturelding var í 6. sæti fyrir leikinn og því komu úrslitin nokkuð á óvart.

Leikurinn fór fram á heimavelli Fjölnis, en gestirnir komust yfir þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik og svo á 73. mínútu kláraði Tinna Björk Birgisdótttir leikinn fyrir Aftureldingu og lokatölur urðu 2-0 fyrir gestina úr Mosfellsbæ. Bæði þessi lið hafa lokið leik og enda þau í 5. og 6. sæti riðilsins.

Í hinum leiknum vann Álftanes heldur dramatískan sigur á Gróttu í botnslag. Oddný Sigurbergsdóttir setti sigurmark Álftnesinga á 90. mínútu og staðreyndin var 3-2 sigur. Grótta endar án stiga á botninum með markatöluna 7:124, en Álftanes á einn leik eftir og eru í sætinu fyrir ofan með 11 stig. Þar munu þær enda.

Það er orðið ljóst hvaða lið munu mætast í 8-liða úrslitum 1. deildar kvenna fyrir utan þetta 3. sæti í B-riðlinum. Það verður annað hvort Keflavík eða Augnablik sem mun taka það.

1. deild kvenna B-riðill
Fjölnir 0 - 2 Afturelding

0-1 Oddný Karen Arnardóttir ('44, sjálfsmark )
0-2 Tinna Björk Birgisdóttir ('73 )

Álftanes 3 - 2 Grótta
1-0 Perla Sif Geirsdóttir ('16 )
1-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('34 )
1-2 Tinna Jónsdóttir ('38 )
2-2 Júlíana M Sigurgeirsdóttir ('84 )
3-2 Oddný Sigurbergsdóttir ('90 )

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner