Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 26. ágúst 2016 07:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Balotelli á leiðinni til Nice
Balotelli á enga framtíð hjá Liverpool.
Balotelli á enga framtíð hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, framherji Liverpool er farinn til Frakklands til að hefja viðræður við Nice.

Balotelli hefur skorað fjögur mörk í 28 leikjum fyrir Liverpool, síða hann kom til félagsins fyrir 16 milljónir punda árið 2014 og var hann á láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð.

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool hefur engan áhuga á að nota Balotelli og er hann að öllum líkindum að fara að yfirgefa enska liðið.

„Ég þekki hann ekki persónulega en ef hann er tilbúinn að leggja sig fram og hjálpa ungu leikmönnunum, hví ekki að fá hann? Ef hann vill ekki leggja sig fram, er enginn séns að hann komi, sagði Lucien Favre, þjálfari Nice.
Athugasemdir
banner