Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. ágúst 2016 11:00
Elvar Geir Magnússon
Bilic bandbrjálaður: Reiður, pirraður og svekktur
Bilic trúði varla eigin augum.
Bilic trúði varla eigin augum.
Mynd: Getty Images
Stór hluti af vinnu West Ham á síðasta tímabili fór í vaskinn í gær þegar liðinu mistókst að slá út Astra Giurgiu frá Rúmeníu í undankeppni Evrópudeildarinnar. Astra vann einvígið samtals 2-1 en þetta er annað árið í röð sem Hamrarnir tapa fyrir þessu liði.

Hamrarnir voru gríðarlega bitlausir í leiknum í gær og Slaven Bilic, stjóri liðsins, var að vonum reiður fyrir því að þeir hafi ekki komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

„Ég get ekki leynt pirringnum eftir það sem ég sá á vellinum," sagði Bilic.

„Þetta var einn mikilvægasti leikur okkar á þessu ári. Þetta er eins og úrslitaleikur, þú þarft að vinna til að komast áfram. Vonbrigðin eru gríðarleg. Við sköpuðum okkur nokkur færi sem við áttum að nýta."

„Ég er reiður, verulega pirraður og svekktur."

Astra hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm deildarleikjum sínum heima í Rúmeníu en liðið tapaði 5-1 fyrir CFR Cluj síðasta sunnudag.

Stjóri Astra, Marius Sumudica, fær ekki að stýra liðinu í deildarleikjunum í Rúmeníu eftir að hafa verið settur í bann fyrir að veðja á leiki.

„Þetta er einn besti dagur lífs míns," sagði Sumudica. „Þetta er í sama flokki og dagarnir þegar börnin mín fæddust."

Astra verður í pottinum þegar dregið verður í riðla Evrópudeildarinnar núna eftir nokkrar mínútur.
Athugasemdir
banner
banner