fös 26. ágúst 2016 17:00
Magnús Már Einarsson
Bravo ekki í markinu hjá Man City um helgina
Bravo verður ekki með City um helgina.
Bravo verður ekki með City um helgina.
Mynd: Getty Images
Claudio Bravo, nýjasti leikmaður Manchester City, verður ekki með liðinu í leiknum gegn West Ham á sunnudag.

Manchester City keypti markvörðinn frá Barcelona á 17 milljónir punda í gær.

„Bravo er í fínu formi en hann verður samt ekki með um helgina," sagði Pep Guardiola, stjóri City, á fréttmannafundi í dag.

Willy Caballero verður líklega í markinu eins og í fyrstu tveimur umferðunum í ensku úrvalsdeildinni. Joe Hart er þá líklegur á bekkinn en hann gæti farið frá City áður en félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku.

„Við viljum það sem er best fyrir hann. Félagið ætlar að hjálpa honum að finna bestu lausnina. Ég ætla að meðhöndla hann eins og alla aðra og ef hann verður áfram hér þá verð ég sanngjarn," sagði Guardiola.

Líkleg byrjunarlið Man City og West Ham:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner