Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 26. ágúst 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Casillas og Fabregas ekki valdir í spænska landsliðið
Iker Casillas.
Iker Casillas.
Mynd: Getty Images
Iker Casillas og Cesc Fabregas eru ekki í spænska landsliðshópnum sem mætir Belgíu og Liechtenstein í næsta mánuði.

Um er að ræða fyrsta hópinn hjá Julen Lopetegui sem tók við af Vicente del Bosque eftir EM.

Casillas er leikjahæsti leikmaður Spánverja með 167 leiki en Fabregas á 110 leiki að baki. Pedro, sem á 60 leiki að baki, er heldur ekki í hópnum.

Diego Costa og Juan Mata koma inn í hópinn á nýjan leik eftir að hafa ekki verið með á EM í sumar.

Markverðir: David de Gea (Manchester United), Pepe Reina (Napoli), Adrian (West Ham)

Varnarmenn: Sergio Ramos, Dani Carvajal (báðir Real Madrid), Gerard Pique, Jordi Alba (báðir Barcelona), Marc Bartra (Borussia Dortmund), Cesar Azpilicueta (Chelsea), Javi Martinez (Bayern Munchen).

Miðjumenn: Sergi Roberto, Sergio Busquets (báðir Barcelona), Saul Niguez, Koke (báðir Atletico Madrid), Marco Asensio, Lucas Vazquez (báðirReal Madrid), Thiago Alcantara (Bayern Munchen), David Silva (Manchester City), Juan Mata (Manchester United)

Framherjar: Paco Alcacer (Valencia), Nolito (Manchester City), Alvaro Morata (Real Madrid), Vitolo (Sevilla), Diego Costa (Chelsea).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner