banner
   fös 26. ágúst 2016 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Rúnar Alex flottur í góðum sigri Nordsjælland
Rúnar Alex átti góðan leik gegn Lyngby
Rúnar Alex átti góðan leik gegn Lyngby
Mynd: Getty Images
Lyngby 0 - 1 Nordsjælland
0-1 Marcus Ingvartsen ('40 )

Markvörðurinn efnilegi Rúnar Alex Rúnarsson átti hörkuleik þegar lið hans Nordsjælland sótti Lyngby heim í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var leikur í sjöundu umferðinni.

Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það gerði sóknarmaðurinn Marcus Ingvartsen fyrir Nordsjælland þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Rúnar Alex hefur staðið á milli stanganna hjá Nordsjælland í upphafi tímabils og hann var á sínum stað í kvöld. Hann átti hörkuleik og varði meðal annars tvisvar mjög vel í fyrri hálfleik.

Lokatölur 1-0 fyrir Nordsjælland, en þetta var annar sigur liðsins í dönsku úrvalsdeildinni á þessu leiktímabili. Liðið hefur ekkert byrjað neitt sérstaklega vel og eru með aðeins sjö stig í 11. sæti eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner