Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. ágúst 2016 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Liverpool að eltast við ungan Bandaríkjamann?
Christian Pulisic er mjög efnilegur
Christian Pulisic er mjög efnilegur
Mynd: Getty Images
Liverpoll er búið að bjóða 11 milljónir punda í hinn efnilega Christian Pulisic. Frá þessu greinir blaðamaðurinn Tony Barrett sem starfar hjá The Times.

Pulisic er aðeins 17 ára gamall, en hann er samningsbundinn Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur verið duglegur að sækja leikmenn úr þýsku Bundesligunni, en Pulisic yrði fyrsti leikmaðurinn sem hann myndi fá frá sínu fyrrum félagi, Borussia Dortmund. Klopp var eins og flestir vita stjóri hjá Dortmund um nokkurt skeið áður en hann tók við Liverpool.

Pulisic spilaði þó aldrei undir stjórn Klopp hjá Dortmund þar sem hann er aðeins 17 ára gamall. Hann braust fram á sjónarsviðið í fyrra þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum í Bundesligunni.

Þrátt fyrir ungan aldur á Pulisic sex landsleiki fyrir Bandaríkin og hann var meðal annars í hópnum á Copa America í sumar. Það er því ljóst að um gríðarlegt efni er hér að ræða.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner