Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. ágúst 2016 21:06
Magnús Þór Jónsson
ÍR endar í 2. sæti A-riðils 1. deildar kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍR sigraði í kvöld Víkingsstúlkur í Ólafsvík í lokaumferð A-riðils 1.deildar kvenna í úrslitaleik um annað sæti riðilsins sem HK/Víkingar tryggðu sér sigur í síðastliðið miðvikudagskvöld.

ÍR náði forystu strax í upphafi leiks þegar Andrea Katrín Ólafsdóttir skoraði eftir horn en heimastúlkur jöfnuðu eftir rúmlega hálftíma leik þegar Samira Suleman komst ein í gegn og kláraði færið örugglega.

Sigurmark ÍR kom eftir annað horn og nú var það Lilja Gunnarsdóttir sem setti markið sem hafði viðkomu í varnarmanni Víkings á leiðinni í netið.  

Fleiri mörk voru ekki skoruð svo ÍR endar í 2.sæti A-riðils með 34 stig, einu stigi á eftir HK/Víking og mætir Hömrunum frá Akureyri í 8 liða úrslitum deildarinnar á meðan Víkingar fá 28 stig og mæta Grindavík.

1. deild kvenna A-riðill
Víkingur Ó. 1 - 2 ÍR

0-1 Andrea Katrín Ólafsdóttir ('5 )
1-1 Samira Suleman ('32 )
1-2 Lilja Gunnarsdóttir ('80 )

Fram 0 - 0 Skínandi
Athugasemdir
banner
banner