fös 26. ágúst 2016 14:38
Magnús Már Einarsson
Klopp: Það heyrðust bara góðar fréttir frá Íslandi
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósar Íslandi í hástert í viðtali við Gary Lineker hjá BBC.

Klopp er í löngu viðtali við Lineker þar sem leikmaður Íslands og Englands er meðal annars ræddur.

„Auðvitað eiga þeir ekki að detta út gegn Íslandi, allur heimurinn hlær að því," sagði Klopp í viðtalinu en hann hrósaði Íslendingum mikið.

„Ég hef aldrei séð eitt land styðja jafn vel við bakið á liðinu. Það heyrðust bara góðar fréttir frá Íslandi. Allir voru að bíða eftir leiknum og allir vildu fara til Frakklands."

„Á sama tíma var það eina sem heyrðist frá Englandi fréttir af Brexit. Það er ekki gott fyrir ungt fólk."


Hér að neðan má sjá viðtalið við Klopp í heild sinni. Hann talar um íslenska landsliðið eftir 7 mínútur og 40 sekúndur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner