Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 26. ágúst 2016 16:45
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Tottenham og Liverpool
Mynd: Guardian
Þriðja umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer af stað á morgun 11:30 þegar Tottenham og Liverpool eigast við á White Hart Lane.

Mousa Dembele afplánar fimmta leiknum af sex leikja banni sínu en Kevin Wimmer snýr aftur eftir meiðsli.

Markvörðurinn Hugo Lloris er enn á meiðslalistanum en ætti að snúa aftur í leiknum gegn Stoke 10. september.

Emre Can og Philippe Coutinho eru tæpir fyrir leikinn en Guardian spáir því að Coutinho verði þó í byrjunarliðinu. Óvíst er hvort Jurgen Klopp þorir að taka áhættuna með því að láta hann spila.

Sadio Mane missti af leiknum gegn Burnley um síðustu helgi vegna meiðsla á öxl en lék í deildabikarnum í miðri viku og er klár í slaginn.

Tottenham er með 4 stig og Liverpool 3 stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.
Athugasemdir
banner