fös 26. ágúst 2016 12:16
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Það verða engar þyrlur á sveimi
Mourinho á fréttamannafundinum í hádeginu.
Mourinho á fréttamannafundinum í hádeginu.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir að gluggadagurinn verði rólegur á skrifstofu Manchester United. Félagaskiptaglugganum verður lokað í næstu viku en innkaupum United er líklega lokið í bili.

„Ég sé ekki fram á að það verði þyrlur á sveimi hjá okkur. Ég er með 23 leikmenn í hópnum og eins og staðan er þá er enginn á förum og enginn að koma. Þetta er nægilega stór hópur og ef það koma upp vandamál, eða ef ég fæ tækifæri, þá er ég með nokkra unga leikmenn í akademíunni sem er hægt að nota," segir Mourinho.

Framtíð Bastian Schweinsteiger er í lausu lofti. Mourinho reiknar ekki með því að nota hann en þýski miðjumaðurinn vill vera áfram hjá Manchester United.

„Það eru litlar líkur á að hann spili þó það sé ekki útilokað. Við erum með Pogba, Fellaini, Herrera, Carrick og Schneiderlin. Þetta eru fimm leikmenn að keppa um tvær stöður."

„Þegar ég las ummæli frá Bayern München hélt ég að forráðamenn félagsins myndu koma hlaupandi til Manchester til að sækja hann. Það gerðist ekki."

Manchester United mætir Hull í síðdegisleiknum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner