Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. ágúst 2016 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Adam Örn fagnaði afmælinu snemma og lagði upp tvö
Adam Örn var í stuði í dag
Adam Örn var í stuði í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álasund 2 - 2 Sarpsborg 08
0-1 Patrick Mortensen ('11 )
1-1 Sondre Brunstad Fet ('13 )
1-2 Pål Alexander Kirkevold ('24 )
2-2 Franck Boli ('83 )

Adam Örn Arnarson verður 21 árs gamall á morgun og hann ákvað að halda upp á afmælið snemma þegar lið hans Álasund mætti Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Álasund lenti undir á 11. mínútu þegar Patrick Mortensen skoraði, en stuttu eftir það jafnaði Sondre Brunstad Fet eftir sendingu frá íslenska bakverðinum. Gestirnir frá Sarpsborg leiddu þó þegar dómarinn flautaði til leikhlés þar sem Pål Alexander Kirkevold skoraði á 24. mínútu.

Álasund þurfti virkilega að fá eitthvað út úr leiknum þar sem liðið er í mikilli fallbaráttu og þeim tókst ætlunarverk sitt. Aftur náði Adam Örn að leggja upp, en að þessu sinni var það fyrir varamanninn Franck Boli. Það reyndist síðasta mark leiksins og lokatölur því 2-2 jafntefli.

Hjá Álasundi kom Aron Elís Þrándarsson af bekknum á 62. mínútu, en á meðan var Daníel Leó Grétarsson allan tímann á bekknum. Bakvörðurinn Kristinn Jónsson var ekki í hóp hjá Sarpsborg 08 í dag.

Álasund er nú með 20 stig í næstneðsta sæti deildarinnar, en það er stutt á milli í fallbaráttunni. Sarpsborg 08 er með 36 stig í 4. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner