Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. ágúst 2016 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sport.TV2 
Óli Kristjáns: Erum með lið sem erfitt er að spila á móti
Það gengur vel hjá Óla Kristjáns í Danmörku
Það gengur vel hjá Óla Kristjáns í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið Randers hefur spilað gríðarlega vel undir stjórn Ólafs Kristjánssonar það sem af er af tímabili í dönsku úrvalsdeildinni. Randers vann Silkeborg 1-0 í dag og komst liðið þar með á topp deildarinnar.

„Ég vil meina að við séun með lið sem erfitt er að spila á móti og við höfum sýnt það í upphafi tímabils. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í sjö leikjum og þrjú þeirra komu í fyrstu tveimur leikjunum," sagði Óli Kristjáns eftir sigurinn í dag.

Ólafur tók við Randers fyrir þetta tímabil eftir að hafa stýrt Nordsjælland á síðasta leiktímabili. Það komu nýjir eigendur þar inn og þess vegna var hann látinn fara, en í dag er Nordsjælland með sjö stig i 11. sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Randers er aftur á móti á toppi deildarinnar með 14 stig, líkt og tvö stærstu lið Danmerkur, Bröndby og FCK sem mætast á sunnudaginn í toppslag.

Kasper Fisker, leikmaður Randers, mætti líka í viðtal eftir leik og talaði hann um að liðið ætti að vera ósigrað.

„Í öll­um leikj­um sem við höf­um spilað höf­um við unnið fyr­ir sigr­in­um eða jafn­tefl­un­um sem við höf­um gert. Þannig að ég er er eig­in­lega mest svekkt­ur að við erum ekki ósigraðir hingað til," sagði Fisker, en eini tapleikur Randers kom gegn AaB í annari umferð.

Hannes Þór Halldórsson leikur með Randers og hann var í markinu í sigrinum í dag. Hann hefur staðið sig vel og fengið aðeins á sig þrjú mörk í sex leikjum.
Athugasemdir
banner
banner