Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. ágúst 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Phelan um stöðu Hull: Þrjú stór atriði sem þarf að fá á hreint
Mike Phelan.
Mike Phelan.
Mynd: Getty Images
Góð byrjun nýliða Hull í ensku úrvalsdeildinni hefur verið lyginni líkust miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í sumar.

Steve Bruce hætti sem stjóri fyrir mót eftir að hafa ekki fengið stuðning frá félaginu til leikmannakaupa.

Hull er einungis með 13 leikhæfa leikmenn í aðalliðinu en þrátt fyrir það er liðið með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Mike Phelan, fyrrum aðstoðarstjóri Manchester United, hefur stýrt Hull í fyrstu leikjum tímabilsins en ekki er ljóst hvort hann haldi áfram með liðið í vetur.

Á fréttamannafundi í dag fór Phelan yfir það sem hann vill sjá gerast hjá félaginu.

„Það eru þrír hlutir sem þarf að finna út úr hjá þessu félagi...
„Hver stjórnar félaginu?"
„Stjórastaðan?"
„Hvaða nýir leikmenn eru að koma?"
sagði Phelan.

Phelan og félagar eiga erfiðan leik fyrir höndum um helgina gegn Manchester United..
Athugasemdir
banner
banner
banner