Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. ágúst 2016 10:06
Magnús Már Einarsson
Simone Zaza til West Ham í dag
Mynd: EPA
West Ham er að fá framherjann Simone Zaza á láni frá ítölsku meisturunum í Juventus.

Reiknað er með að gengið verði frá félagaskiptunum í dag en West Ham hefur verið í framherjaleit undanfarið þar sem margir eru á meiðslalista félagsins.

Zaza gæti farið beint í leikmannahópi West Ham gegn Manchester City á sunnudag.

Hinn 25 ára gamli Zaza skoraði átta mörk í 24 leikjum með Juventus á síðasta tímabili

Hann vakti athygli á EM í Frakklandi í sumar þegar hann klúðraði vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni í Þjóðverjum í 16-liða úrslitum. Aðhlaup Zaza í vítaspyrnunni er eitt það áhugaverðasta sem sést hefur.
Athugasemdir
banner