Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. ágúst 2016 09:40
Elvar Geir Magnússon
Stóru deildirnar fá fleiri örugg sæti í Meistaradeildinni
Ian Rush er sendiherra Meistaradeildarinnar þetta tímabilið þar sem úrslitaleikurinn verður í Cardiff.
Ian Rush er sendiherra Meistaradeildarinnar þetta tímabilið þar sem úrslitaleikurinn verður í Cardiff.
Mynd: Getty Images
Frá og með tímabilinu 2018-19 fá fjórar stærstu deildir Evrópu fjögur örugg sæti hver í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Um er að ræða Spán, Þýskaland, England og Ítalíu.

UEFA tilkynnti þetta í morgun en í núverandi fyrirkomulagi eru England, Þýskaland og Spánn hver með þrjú sæti örugg og fjórða liðið þarf að komast í gegnum undankeppni.

Ítalía er núna aðeins með tvö örugg sæti og þriðja liðið í undankeppni.

Þá segir UEFA að sigurvegarar Evrópudeildarinnar muni komast beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fyrirkomulag Meistaradeildarinnar verður að öðru leyti óbreytt, 32 lið keppa í átta fjögurra liða riðlum.
Athugasemdir
banner
banner