Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   lau 26. september 2015 16:55
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Yfirleitt fylgni milli fjármagns og árangurs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson þjálfari Blika var sáttur með úrslitin ekki frammistöðu sinna manna í Kópavoginum í dag.

"Ég er fyrst og fremst ánægður með að við héldum hreinu og gerðum það sem við þurftum að gera og það var að sækja þrjú stig.  Þetta var klárlega ekki einn af okkar bestu leikjum en sérstaklega eftir að við skoruðum þá fannst mér allur vindur úr okkur og við að halda fengnum hlut."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 ÍBV

Arnar hefur verið mjög duglegur að beina kastljósinu að FH-ingum undanfarnar vikur og látið eins og Blikar hafi ekki átt séns á titlinum en það var  öllum augljóst að þeir voru svekktir í leikslok með silfrið.

"Það var súrt að taka við silfrinu í dag í ljósi þess að það var leikur í Krikanum.  Vitandi það að staðan var 1-1 þegar lítið var eftir og Fjölnismenn með hörkulið þá auðvitað héldum við í vonina.  Við vorum að fókusa á okkur og klára okkar leik.  Það hefði verið grátlegt ef við hefðum ekki gert það."

Blikar tryggðu sér 2.sætið í dag, var það í samræmi við markmið sumarsins?

"Við sögðum fyrir mótið að við ætluðum að ná Evrópusæti en í 2.sæti vilja menn auðvitað alltaf meira og ég tel getuna fyrir hendi.  En ég ætla ekkert að taka af FH, þeir eru með gott lið og vel að þessu komnir og við þurfum að spýta aðeins í lófana ef við ætlum að stríða þeim á næsta ári.  Það er klárlega markmiðið."

Hafa ekki Blikar nú í sumar stimplað sig aftur inn í toppslag íslensks fótbolta og ætla sér stóra hluti í framtíðinni?

"Við förum í alla leiki til að vinna.  En það er bara þannig að það er alltaf fylgni milli þess fjármagns sem er sett í liðið og árangurs, það er yfirleitt þannig.  Eins og mér skilst þá erum við töluverðir eftirbátar Vesturbæinga og þeim í Hafnarfirðinum en engu að síður þá erum við með þannig lið að við getum strítt þessum liðum."

Blikar eru ekki hættir í mótinu.

"Við ætlum að reyna að klára mótið með sigri og setja þá stigamet í 12 liða deild fyrir félagið.  Það er klárlega markmiðið".

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner