Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   lau 26. september 2015 16:55
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Yfirleitt fylgni milli fjármagns og árangurs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson þjálfari Blika var sáttur með úrslitin ekki frammistöðu sinna manna í Kópavoginum í dag.

"Ég er fyrst og fremst ánægður með að við héldum hreinu og gerðum það sem við þurftum að gera og það var að sækja þrjú stig.  Þetta var klárlega ekki einn af okkar bestu leikjum en sérstaklega eftir að við skoruðum þá fannst mér allur vindur úr okkur og við að halda fengnum hlut."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 ÍBV

Arnar hefur verið mjög duglegur að beina kastljósinu að FH-ingum undanfarnar vikur og látið eins og Blikar hafi ekki átt séns á titlinum en það var  öllum augljóst að þeir voru svekktir í leikslok með silfrið.

"Það var súrt að taka við silfrinu í dag í ljósi þess að það var leikur í Krikanum.  Vitandi það að staðan var 1-1 þegar lítið var eftir og Fjölnismenn með hörkulið þá auðvitað héldum við í vonina.  Við vorum að fókusa á okkur og klára okkar leik.  Það hefði verið grátlegt ef við hefðum ekki gert það."

Blikar tryggðu sér 2.sætið í dag, var það í samræmi við markmið sumarsins?

"Við sögðum fyrir mótið að við ætluðum að ná Evrópusæti en í 2.sæti vilja menn auðvitað alltaf meira og ég tel getuna fyrir hendi.  En ég ætla ekkert að taka af FH, þeir eru með gott lið og vel að þessu komnir og við þurfum að spýta aðeins í lófana ef við ætlum að stríða þeim á næsta ári.  Það er klárlega markmiðið."

Hafa ekki Blikar nú í sumar stimplað sig aftur inn í toppslag íslensks fótbolta og ætla sér stóra hluti í framtíðinni?

"Við förum í alla leiki til að vinna.  En það er bara þannig að það er alltaf fylgni milli þess fjármagns sem er sett í liðið og árangurs, það er yfirleitt þannig.  Eins og mér skilst þá erum við töluverðir eftirbátar Vesturbæinga og þeim í Hafnarfirðinum en engu að síður þá erum við með þannig lið að við getum strítt þessum liðum."

Blikar eru ekki hættir í mótinu.

"Við ætlum að reyna að klára mótið með sigri og setja þá stigamet í 12 liða deild fyrir félagið.  Það er klárlega markmiðið".

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner