Í kvöld var lið ársins í 2. deild karla opinberað í Bjórgarðinum, Höfðatorgi. Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.
Úrvalslið ársins 2015:
Magnús Þór Magnússon - ÍR
Stefan Spasic - Huginn
Björn Anton Guðmundsson - ÍR
Paul Bodgan Nicolescu - Leiknir F.
Birkir Pálsson - Huginn
Fernando Calleja Revilla - Huginn
Fernando Garcia Castellanos - Leiknir F.
Marko Nikolic - Huginn
Björgvin Stefán Pétursson - Leiknir F.
William Daniels - Ægir
Alexander Már Þorláksson - KF
Varamannabekkur:
Atli Gunnar Guðmundsson - Huginn
Orri Sveinn Stefánsson - Huginn
Jordan Farahani - Höttur
Alexander Kostic - ÍR
Blazo Lalevic - Huginn
Julio Francisco Rodriguez Martinez - Leiknir F.
Jón Gísli Ström - ÍR
Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Bergsteinn Magnússon (Leiknir), Sigurður Hrannar Björnsson (Höttur).
Varnarmenn: Auðunn Örn Gylfason (KV), Vignir Daníel Lúðvíksson (Leiknir), Atli Albertsson (Afturelding), Már Viðarsson (ÍR), Hector Pena Bustamante (Leiknir), Njörður Þórhallsson (KV), Runólfur Sveinn Sigmundsson (Höttur), Jovan Kujundzic (Höttur), Milan Marinkovic (KF), Kristinn Jens Bjartmarsson (KV), Þorsteinn Jóhannsson (ÍR), Sólmundur Aron Björgólfsson (Leiknir), Tadas Jocys (Leiknir), Arkadiusz Jan Grzelak (Leiknir), Ingvi Ingólfsson (Sindri), Óttar Steinn Magnússon (Höttur).
Miðjumenn: Jónatan Hróbjartsson (ÍR), Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding), Styrmir Erlendsson (ÍR), Duje Klaric (Sindri), Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir), Hilmar Þór Kárason (Sindri), Hinrik Atli Smárason (Huginn), Ingólfur Árnason (Huginn), Kristinn Snjólfsson (Sindri), Brynjar Árnason (Höttur), Jón Kári Eldon (KV), Jökull Steinn Ólafsson (KF), Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn).
Sóknarmenn: Ásgrímur Gunnarsson (KV), Miguel Gudiel Garcia (Huginn), Theodór Guðni Halldórsson (Njarðvík), Jordan Chase Tyler (KF), Högni Helgason (Höttur).
Þjálfari ársins: Brynjar Skúlason - Huginn
Huginn kom mörgum á óvart í fyrra þegar liðið tók þátt í toppbaráttunni. Þrátt fyrir að taka ekki þátt í vetrarmótunum og safna liði seint tókst liðinu að vinna 2. deildina í sumar eftir að hafa verið spáð 10. sætinu. Magnaður árangur hjá Brynjari og spennandi verður að sjá hvernig Huginn glímir við það verkefni að spila í 1. deildinni.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Viðar Jónsson (Leiknir)
Leikmaður ársins: Björgvin Stefán Pétursson - Leiknir F.
Björgvin Stefán var fyrirliði Leiknis sem tryggði sér sæti í 1. deildinni í fyrsta skipti í sögunni. Spilaði alla leiki Leiknis á tímabilinu og skoraði tólf mörk en hann varð um leið næstmarkahæsti leikmaðurinn í deildinni.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Alexander Már Þorláksson (KF), Julio Francisco Rodriguez Martinez (Leiknir), Fernando Garcia Castellanos (Leiknir), Birkir Pálsson (Huginn), Fernando Calleja Revilla (Huginn), Miguel Gudiel Garcia (Huginn), Styrmir Erlendsson (ÍR), Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn), Blazo Lalevic (Huginn), Björn Anton Guðmundsson (ÍR), Marko Nikolic (Huginn).
Efnilegastur: Alexander Már Þorláksson – KF
Alexander kom til KF á láni frá Fram eftir fyrstu umferðina í vor. Reyndist KF mikill happafengur og átti stóran þátt í að hjálpa liðinu að losa sig við falldrauginn. Skoraði 18 mörk og var langmarkahæsti leikmaðurinn í deildinni.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Orri Sveinn Stefánsson (Huginn), Kristófer Páll Viðarsson (Leiknir), Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir).
Athugasemdir