mán 26. september 2016 19:12
Magnús Már Einarsson
Aleksandar Trninic framlengir við KA
Aleksandar Trninic.
Aleksandar Trninic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Serbneski miðjumaðurinn Aleksandar Trninic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Aleksandar kom til KA í vor en hann skoraði fjögur mörk í 19 leikjum þegar KA sigraði Inkasso-deildina í sumar.

„Aleksandar lék feikilega vel með KA í sumar. Hann byrjaði rólega en óx ásmeginn þegar leið á sumarið og verður ekki tekið af honum að hann var einn af betri mönnum liðsins þegar líða tók á sumarið," segir á heimasíðu KA.

„Hann vann ótal marga skallabolta og tæklingar inn á miðjunni fyrir KA liðið og barðist eins og ljón í hverjum einasta leik."

„Það er mikið gleðiefni að Aleksandar hafi skrifað undir nýjan samning enda áhersla lögð á það að halda því sterka liði sem við erum með saman fyrir átökin í Pepsi-deildinni á næsta ári."


Aleksandar skoraði meðal annars eitt flottasta mark sumarsins með þrumuskoti gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Smelltu hér til að sjá markið.

KA mun halda erlendu leikmönnunum sínum á næsta tímabili en þeir Archange Nkumu, Juraj Grizelj og Callum Williams eru allir samningsbundnir í eitt ár til viðbótar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner