Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. september 2016 12:16
Magnús Már Einarsson
Aurier dæmdur í fangelsi
Serge Aurier.
Serge Aurier.
Mynd: Getty Images
Serge Aurier, varnarmaður PSG, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að gefa lögreglumanni olnbogaskot.

Aurier ætlar að áfrýja dómnum og hann getur því spilað áfram með PSG þar til að áfrýjunin verður tekin fyrir.

Atvikið átti sér stað fyrir utan næturklúbb í París í maí. Lögreglumaðurinn hafði afskipti af Aurier og en hann svaraði með því að gefa olnbogaskot.

Lögreglumaðurinn var óvinnufær daginn eftir á meðan hann jafnaði sig af meiðslum sem hann hlaut eftir olnbogaskotið.

Hinn 23 ára gamli Aurier var einnig sektaður um 600 evrur auk þess sem hann þarf að borga 1500 evrur í málskostnað.

Aurier hefur verið í alls konar vandræðum utan vallar á þessu ári og þá fékk hann rauða spjaldið í fyrri hálfleik í tapi PSG gegn Toulouse á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner