Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. september 2016 11:30
Magnús Már Einarsson
Conte getur ekki sofið
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segist eiga erfitt með svefn eftir 3-0 tap liðsins gegn Arsenal um helgina.

Chelsea hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Manchester City.

„Ég sef ekki. Eftir þetta tap þá er eðlilegt fyrir mig að sofa ekki," sagði Conte.

„Það er eðlilegt að ég sofi ekki, og ekki bara í eina nótt heldur tvær nætur. Þegar ég sef ekki þá skoða ég stöðuna. Það er mikilvægt að skoða hana."

„Þegar við eigum slæma frammistöðu þá eigum við slæma frammistöðu saman. Ég fyrst, svo starfsfólkið mitt og svo leikmennirnir."

Athugasemdir
banner
banner