mán 26. september 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne frá í tvær til fjórar vikur - Gæti misst af Barca
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne fór haltrandi af velli þegar Manchester City lagði Swansea að velli um helgina og verður Belginn frá í tvær til fjórar vikur.

De Bruyne missir af toppslagnum gegn Tottenham næsta sunnudag og er tæpur fyrir leikinn gegn Everton, en gæti verið klár fyrir risaslaginn gegn Barcelona 19. október.

Pep Guardiola vill að Raheem Sterling stígi upp í fjarveru De Bruyne, en Sterling er búinn að gera fjögur mörk í fimm deildarleikjum á tímabilinu.

„Kevin verður ekki með í næstu leikjum. Við verðum að spila eins og við erum búnir að gera og vinna leiki án hans," sagði Pep.

„Raheem verður að halda áfram að standa sig vel, þetta verður erfiðara fyrir okkur sóknarlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner