Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 26. september 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Watford heimsækir Burnley
Mynd: Getty Images
Burnley tekur á móti Watford í lokaleik sjöttu umferðar ensku Úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Nýliðar Burnley hafa ekki farið sérlega vel af stað og eru aðeins búnir að skora þrjú mörk hingað til á meðan Watford er búið að vinna tvo leiki í röð, gegn Manchester United og West Ham.

Jóhann Berg Guðmundsson gæti byrjað leikinn í kvöld en hann byrjaði á bekknum í 3-0 tapi gegn Leicester um síðustu helgi, þar sem hann fékk þó að spila tæpar 40 mínútur í síðari hálfleik. Jóhann er búinn að koma mikið við sögu á tímabilinu en hefur ekki enn tekist að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst Messan vinsæla skömmu eftir leikslok.

Leikur kvöldsins:
19:00 Burnley - Watford (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner