mán 26. september 2016 09:25
Elvar Geir Magnússon
Man City og Chelsea reyna við Bonucci í janúar
Powerade
Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus.
Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus.
Mynd: Getty Images
Tekur Steve Bruce við Stoke?
Tekur Steve Bruce við Stoke?
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta mánudegi. BBC tók saman allt það helsta úr ensku götublöðunum.

Kevin de Bruyne (25), leikmaður Manchester City, verður frá næstu vikurnar og mun fljúga til Barcelona í nánari skoðanir. Hann verður að minnsta kosti frá í þrjár vikur. (Sun)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, vill fá Michael Kane (23) frá Burnley og Ben Gibson (23) frá Middlesbrough þar sem hann áætlar að endurnýja varnarlínu sína. Gary Cahill (30) og Branislav Ivanovic (32) munu líklega missa sæti sitt en Conte vill fá nýjan bakvörð og tvo miðverði. (Daily Mail)

Manchester City og Chelsea vilja fá varnarmanninn Leonardo Bonucci (29) frá Juventus í janúarglugganum. (Daily Star)

Sóknarmaðurinn Wayne Rooney (30) er tilbúinn að samþykkja það að hann á ekki lengur öruggt sæti í liði Manchester United. Jose Mourinho ákvað að bekkja Rooney gegn Leicester á laugardaginn. (Daily Mirror)

Rooney ætlar að vera áfram hjá United en hann á tvö ár eftir af samningi sínum. (Daily Express)

Mourinho hefur átt einkafund með Rooney og sagði hann fyrirliða sínum að einbeita sér að eigin formi áður en hann gagnrýnir liðsfélaga. (Sun)

David Moyes, stjóri Sunderland, segir nauðsynlegt að styrkja hóp sinn umtalsvert í janúarglugganum. (Guardian)

Francis Coquelin (25), miðjumaður Arsenal, gæti verið frá í mánuði frekar en vikur vegna hnémeiðsla sem hann hlaut gegn Chelsea á laugardaginn. Óttast er að meiðsli sem héldu honum utan vallar í tvo mánuði á síðasta tímabili hafi tekið sig upp aftur. (Daily Mail)

Stoke City íhugar að fá Steve Bruce, fyrrum stjóra Hull, til að taka við liðinu í stað Mark Hughes. (Daily Express)

Manchester United gæti átt betri möguleika á að kaupa Antoine Griezmann (25) frá Atletico Madrid eftir að leikmaðurinn sagði skilið við umboðsmann sinn. (Independent)

Lukas Podolski, fyrrum framherji Arsenal, segir að Bastian Schweinsteiger (32) gæti farið frá Manchester United í bandarísku MLS-deildina. (Bild)

Ryan Giggs, Manchester United goðsögnin, mun funda með bandarískum fjárfestum sem hyggjast taka yfir Swansea. (Sun)

Manchester United hefur verið í viðræðum við umboðsmanninn Jorge Mendes um sóknarmiðjumanninn Bernard Mensah (21) sem er á lánssamningi hjá Vitória Guimaraes frá Atletico Madrid. (Mundo Deportivo)

Borussia Mönchengladbach hefur engar áætlanir um að fá framherjann Martin Ödegaard (17) á láni. (Sport1)

Matz Sels, markvörður Newcastle United, hætti á Twitter eftir gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins eftir 1-1 jafntefli gegn Aston Villa. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner