mán 26. september 2016 22:16
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: The Telegraph 
Sam Allardyce í stórkostlegum vandræðum
Enska knattspyrnusambandið rannsakar hneyksli
Stutt stopp hjá Stóra Sam
Stutt stopp hjá Stóra Sam
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce gæti verið að missa starf sitt sem landsliðsþjálfari Englands eftir uppljóstrun sem enska dagblaðið The Telegraph birtir á heimasíðu sinni í kvöld.

Úttekt The Telegraph er afar ítarleg og má skoða hana með því að smella á link hér fyrir ofan.

Meðal þess sem var notað við uppljóstrunina voru faldar myndavélar og má sjá myndskeið af því þegar Allardyce útskýrir hvernig er hægt að fara á bakvið reglur enska knattspyrnusambandsins og þáði fyrir það 400 þúsund pund.

Þar fyrir utan talar Allardyce illa um Roy Hodgson, forvera sinn hjá enska landsliðinu og lætur einnig knattspyrnusambandið heyra það.

Samkvæmt heimildum SkySports hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn á málinu og ljóst að framtíð Allardyce hangir á bláþræði en hann tók við enska landsliðinu eftir EM í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner