mán 26. september 2016 17:43
Elvar Geir Magnússon
Schmeichel gæti spilað leikinn sögulega á morgun
Schmeichel snýr úr meiðslum.
Schmeichel snýr úr meiðslum.
Mynd: Getty Images
Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, gæti snúið aftur úr meiðslum á morgun þegar Porto kemur í heimsókn. Um er að ræða fyrsta heimaleik Leicester í Meistaradeildinni í sögunni.

Schmeichel hefur verið frá vegna meiðsla síðan Leicester vann Club Brugge i fyrsta leik sínum í G-riðli keppninnar. Hann hefur misst af þremur leikjum

Franski miðjumaðurinn Nampalys Mendy verður ekki með í leiknum á morgun vegna ökklameiðsla.

„Það verður stórkostlegt fyrir okkar stuðningsmenn að fá þennan leik," segir Claudio Ranieri, stjóri Leicester.

„Það verður frábært fyrir okkur að halda ævintýrinu áfram og vonandi getum við spilað flottan fótbolta og landað sigri."
Athugasemdir
banner
banner
banner