Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 26. september 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Glódís í 3. sæti eftir góðan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír Íslendingar léku allan tímann fyrir sín lið í efstu deild sænska kvennaboltans í gær.

Glódís Perla Viggósdóttir var partur af þriggja manna vörn Eskilstuna sem lagði Gautaborg örugglega að velli og er í þriðja sæti, fimmtán stigum frá toppliðunum.

Anna Björk Kristjánsdóttir var í hjarta varnarinnar hjá Örebro sem gerði jafntefli við Umeå og er komið sex stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Þá var Sif Atladóttir í tapliði Kristianstad sem fékk toppbaráttulið Rosengård í heimsókn. Sif og liðsfélagar hennar eru tveimur stigum frá fallsæti.

Göteborg 1 - 3 Eskilstuna
0-1 L. Quinn ('9)
0-2 M. Banusic ('40)
1-2 A. Engman ('48)
1-3 C. Logarzo ('63)

Umeå 1 - 1 Örebro
0-1 M. Tancredi ('60)
1-1 H. Sandstrom ('66)

Kristianstad 0 - 2 Rosengård
0-1 E. Masar ('4)
0-2 Marta ('65)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner