Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 26. september 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
Coutinho til Barcelona í janúar?
Powerade
Coutinho elskar að vera í slúðurpakkanum.
Coutinho elskar að vera í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Enski slúðurpakkinn er alltaf spennandi. Kíkjum á slúðurpakka dagsins.



Tottenham er að undirbúa 30 milljóna punda tilboð í Ross Barkley (23) miðjumann Everton. Hann á að fylla skarð Mousa Dembele sem er meiddur. (ESPN)

Philippe Coutinho (25) vill ennþá fara til Barcelona. Liverpool er að íhuga að selja Brasilíumanninn í janúar. (Mirror)

Real Madrid er að íhuga að fá Julian Draxler (24) frá PSG. (Don Balon)

Manchester United og Chelsea hafa bæði áhuga á Pietro Pellegri (16) framherja Genoa. Ítalska félagið vill fá að minnsta kosti 40 milljónir punda fyrir Pellegri. (Sun)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ætlar að láta Marouane Fellaini (29) og Marcus Rashford (19) fá nýjan samninga. (Independent)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Raheem Sterling (22) verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir áhuga frá Arsenal. (London Evening Standard)

Everton ætlar að funda með PSG um möguleg kaup á Edinson Cavani (30). (TuttoMercatoWeb)

Kevin de Bruyne (26) er að hefja samningaviðræður við Manchester City. De Bruyne á fjögur ár eftir af samningi sínum við City en Guardiola vill halda honum ennþá lengur. (ESPN)

Frank de Boer gæti tekið við Deportivo La Coruna á Spáni en hann var rekinn frá Crystal Palace á dögunum. (Sun)

Newcastle er að hefja viðræður við Rafa Benítez um nýjan samning. (The Times)

Fran Merida (27) fyrrum miðjumaður Arsenal gæti verið á leið til Leeds. Merida spilar í dag með Osasuna. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner