Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. september 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Lokahóf hjá Leikni R, Þrótti V og Berserkjum
Eyjólfur Tómasson var bestur hjá Leikni R.
Eyjólfur Tómasson var bestur hjá Leikni R.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Kristján Pétur Þórarinsson var bestur hjá Þrótti Vogum.
Kristján Pétur Þórarinsson var bestur hjá Þrótti Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lokahóf Leiknis R. fór fram á laugardaginn. Þar var markvörðurinn Eyjólfur Tómasson valinn bestur og Sævar Atli Magnússon efnilegastur. Kolbeinn Kárason var markahæstur.

Þróttur Vogum hélt lokahóf sitt á döunum. Markvörðurinn Kristján Pétur Þórarinsson var valinn bestur en í vali stuðningsmanna var Admir Kubat bestur.

Hrólfur Sveinsson og Ísak Breki Jónsson voru efnilegustu leikmenn Þróttara og Andri Björn Sigurðsson var markakóngur. Besti félagi að mati leikmanna var valinn Páll Guðmundsson.

Lokahóf Berserkja fór fram á dögunum. Leikmaður ársins var markvörðurinn Jón Ivan Rivine. Tignarlegastur á velli var Karel Sigurðarson.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] ef þið hafið upplýsingar um verðlaunahafa á lokahófi hjá einhverju félagi.

Inkasso-deild karla:

Leiknir R.
Bestur: Eyjólfur Tómasson
Efnilegastur: Sævar Atli Magnússon

3. deild karla:

Berserkir:
Bestur: Jón Ivan Rivine

Þróttur V.:
Bestur: Kristján Pétur Þórarinsson
Athugasemdir
banner
banner
banner