Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. september 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Máni: Þetta er óboðlegt og mikil vanvirðing
Þór/KA getur orðið Íslandsmeistari á laugardaginn.
Þór/KA getur orðið Íslandsmeistari á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi-mörkum kvenna, er afar ósáttur við leiktímann í lokaumferð deildarinnar.

Á fimmtudag ræðst hvort Þór/KA eða Breiðablik verður Íslandsmeistari. Þór/KA mætir FH á heimavelli á meðan Breiðablik fær Grindavík í heimsókn.

Leikirnir hefjast klukkan 16:15 á fimmtudag en vegna birtuskilyrða verður að hefja leikina svo snemma.

„Þetta er óboðlegt og mikil vanvirðing við kvennaboltann. Hvernig dettur mönnum þetta í hug í alvöru talað?" sagði Þorkell Máni í Pepsi-mörkunum í gær.

„Það verður örugglega enginn mættur á þessum tíma. Hugsaðu þér að þurfa að gíra upp stemningu fyrir þessa tímasetningu. Þetta er algjört bull.“

Upphaflega áttu leikirnir að fara fram klukkan 16:15 á fimmtudag en þeim var flýtt um einn þar sem FH á leikmenn í U17 ára landsliðinu sem er á leið í verkefni í Aserbaídsjan.

Smelltu hér til að sjá umræðuna í Pepsi-mörkum kvenna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner