Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. september 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Dortmund tekur á móti Real Madrid
Dortmund hefur gengið vel gegn Real Madrid á undanförnum árum.
Dortmund hefur gengið vel gegn Real Madrid á undanförnum árum.
Mynd: Getty Images
Önnur umferð Meistaradeildarinnar hefst í kvöld og koma þrjú ensk félög við sögu.

Liverpool heimsækir Spartak til Moskvu á meðan Manchester City fær Shakhtar Donetsk í heimsókn og Tottenham heimsækir APOEL Nicosia til Kýpurs.

Stórleikur kvöldsins er risaslagur Borussia Dortmund og Real Madrid, en fleiri áhugaverðir leikir eru á dagskrá.

Napoli tekur á móti Feyenoord, Monaco mætir Porto og Red Bull Leipzig heimsækir Besiktas til Tyrklands.

Leikir kvöldsins:
E-riðill:
18:45 Spartak Moskva - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Sevilla - Maribor

F-riðill:
18:45 Man City - Shakhtar Donetsk (OPINN á Stöð 2 Sport 3)
18:45 Napoli - Feyenoord

G-riðill:
18:45 Monaco - Porto
18:45 Besiktas - RB Leipzig

H-riðill:
18:45 Dortmund - Real Madrid (Stöð 2 Sport 5)
18:45 APOEL - Tottenham (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner