Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. september 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Klopp ósáttur með lélegan fréttamannafund
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Spartak frá Moskvu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Liðin mætast í Moskvu og var fréttamannafundur Jürgen Klopp í gær nokkuð spaugilegur, þar sem skrítnar spurningar og tungumálaörðugleikar settu strik í reikninginn.

Það sem truflaði Klopp mest í byrjun var þegar túlkurinn byrjaði að þýða setningar hans, meðan hann var enn að tala. Svo tóku við skrítnar spurningar, en engin þeirra beindist að Liverpool liðinu.

Þegar Klopp var spurður hvort hann myndi elska einhvern af sínum leikmönnum var nóg komið.

„Mér finnst merkilegt að vera á fréttamannafundi fyrir Meistaradeildina og tala um hluti eins og þessa. Ég virkilega skil ekki hvað við erum komin út í hérna en já, ég elska Liverpool og þar af leiðandi elska ég leikmenn liðsins líka. Þetta er algjör tímasóun."

Á einum tímapunkti þurfti Klopp að leiðrétta túlkinn og skrifa nafn á leikmanni Spartak á blað svo fundurinn gæti haldið áfram.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá það sem gerðist á fréttamannafundinum, en skemmtilegasti hluti fundarins byrjar eftir 6 mínútur og 30 sekúndur.


Athugasemdir
banner
banner