Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. september 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tony Pulis: Sanchez átti að fá gult spjald fyrir dýfu
Arsenal skoraði í kjölfarið af aukaspyrnu Alexis Sanchez.
Arsenal skoraði í kjölfarið af aukaspyrnu Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Arsenal lagði West Bromwich Albion að velli með tveimur mörkum gegn engu í ensku Úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

West Brom átti að fá vítaspyrnu snemma leiks en dómarinn leyfði Jay Rodriguez, sem brotið hafði verið á, að klára færið sitt sem var varið í stöngina.

Skömmu síðar fékk Alexis Sanchez dæmda umdeilda aukaspyrnu og varði Ben Foster boltann í slánna og til Alexandre Lacazette sem kom heimamönnum yfir.

„Allir sáu hvað gerðist í dag. Sanchez dýfði sér til að fá aukaspyrnuna sem endaði með marki, að mínu mati átti hann að fá gult spjald fyrir að dýfa sér," sagði Pulis.

„Svo sjáiði þegar Jay er tæklaður innan vítateigs, dómarinn sér þetta frá góðu sjónarhorni en dæmir ekki. Þetta hefði ekki getað verið augljósari vítaspyrna, og mögulega rautt spjald."
Athugasemdir
banner
banner
banner