Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 26. september 2017 11:30
Elvar Geir Magnússon
Tuchel segir West Ham að hann hafi ekki áhuga
Tuchel segir nei takk!
Tuchel segir nei takk!
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel hefur útilokað það að taka við West Ham. Samkvæmt Mirror eru forráðamenn West Ham þegar farnir að líta í kringum sig eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Heitt er undir Króatanum Slaven Bilic.

Tuchel er fyrrum stjóri Borussia Dortmund og ákvað Lundúnafélagið að kanna hug hans.

Þessi 44 ára stjóri yfirgaf Dortmund eftir að hann vann þýska bikarinn á síðasta tímabili en hann átti í deilum við yfirmenn félagsins.

Tuchel lét West Ham vita af því að hann hefði engan áhuga á að taka við liðinu.

Hamrarnir eru í fallsæti eftir að hafa bara unnið einn af sex fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner