mið 26. október 2016 10:27
Magnús Már Einarsson
77% líkur á að Willum verði þjálfari KR
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar hafa ekki ennþá gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir næsta tímabil.

Willum Þór Þórsson tók við KR af Bjarna Guðjónssyni í júní síðastliðnum og skilaði liðinu í Evrópusæti eftir magnaðan endasprett.

Willum er í öðru sæti hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar á laugardag.

Sterkur orðrómur hefur verið um að Willum hafi samþykkt að taka við KR ef hann nær ekki þingsæti. Ef Willum kemst á þing er afar ólílkegt að hann geti þjálfað KR samhliða þeim störfum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum leikmaður KR, bendir á það á Twitter í dag að 23% líkur séu á að Willum nái inn á þing samkvæmt tölum frá Kjarnanum. Það þýðir að 77% líkur eru á að hann verði næsti þjálfari KR.

Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fótbolta.net fyrir viku að þjálfaramálin myndu skýrast á næstu dögum. Engar fréttir af hafa komið ennþá frá KR og ætla má að verið sé að bíða eftir kosningunum um helgina.



Athugasemdir
banner
banner
banner