Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. október 2016 13:10
Elvar Geir Magnússon
8% vilja ekki homma í sínu liði
Thomas Hitzlsperger kom út úr skápnum eftir að ferli hans lauk.
Thomas Hitzlsperger kom út úr skápnum eftir að ferli hans lauk.
Mynd: Getty Images
Stór meirihluti fótboltastuðningsmanna í Bretlandi, 82%, segir að það myndi engu breyta ef þeirra lið væri með leikmann sem væri opinberlega samkynhneigður. Hinsvegar segjast 8% að þeir myndu hætta að styðja sitt lið ef það væri með homma innanborðs.

Þetta er niðurstaða könnunar sem BBC stóð fyrir en yfir 4.000 manns tók þátt.

Í sömu könnun segjast 61% að samkynhneigðir fótboltamenn ættu að koma úr skápnum til að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama og 71% telja að það þurfi að fara í átak til að berjast gegn fordómum fótboltaáhugafólks gagnvart samkynhneigðum.

50% segjast hafa heyrt hommafóbísk ummæli á vellinum en 59% ummæli sem eru kynþáttaníð.

Sjá einnig:
Chris Sutton: Rétti tíminn til að koma úr skápnum
Athugasemdir
banner
banner
banner