mið 26. október 2016 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Dier furðar sig á að Kane sé ekki tilnefndur til Ballon d'or
Eric Dier hefði viljað sjá Kane á meðan 50 bestu leikmanna heims.
Eric Dier hefði viljað sjá Kane á meðan 50 bestu leikmanna heims.
Mynd: Getty Images
Eric Dier, leikmaður Tottenham, segir það hafa komið sér á óvart að Harry Kane var ekki meðal þeirra 50 leikmanna sem voru tilnefndir sem besti leikmaður heims.

Baráttan um gullboltann er keppni á milli 50 leikmanna sem þótt hafa skarið framúr á tímabilinu. Jamie Vardy, Riyad Mahrez, Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic eru meðal þeirra sem spila í ensku úrvalsdeildinni og voru tilnefndir en Harry Kane var ekki einn þierra.

Dier segir það hafa komið sér á óvart enda átti Kane mjög gott tímabil með Tottenham.

„Leicester vann ensku úrvalsdeildinna en það þýðir ekki að Harry ætti ekki að fá tilnefningu, hann átti frábæra leiktíð. Að vera markahæstur í deildinni eftir slappa byrjun er stórkostlegt afrek. Hann hefði átt að vera á listanum en ég pæli ekki of mikið í því," sagði Dier.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner