Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. október 2016 22:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Enn og aftur slagsmál á heimaleik West Ham
Frá áflogunum í kvöld.
Frá áflogunum í kvöld.
Mynd: Getty Images
West Ham vann 2-1 sigur á Chelsea í 16-liða úrslitum deildabikarsins í kvöld og fengu leik gegn Manchester United á Old Trafford í 8-liða úrslitum fyrir vikið.

Chelsea og West Ham eru bæði í London og því ákveðinn rígur þeirra á milli. Stuðningsmenn West Ham hafa verið sekir um slagsmál, oftar en einu sinni á tímabilinu og þau leiðindi héldu áfram í kvöld.

Stuðningsmenn liðanna rifu þá upp sæti og köstuðu sín á milli ásamt því að flugeldum var kastað á milli stuðningsmanna. Lögregla mætti á staðinn og stoppaði áflogin áður en þau urðu hættulegri.

Meiri öryggisgæsla var á leiknum en gengur og gerist vegna sögu slagsmála hjá stuðningsmönnum beggja liða en hún dugði samt sem áður ekki til.

Alls hafa níu manns verið handteknir fyrir utan London Ground, heimavöll West Ham á þessari leiktíð á meðan félagið hefur bannað 23 einstaklinga frá vellinum vegna ýmissa brota.
Athugasemdir
banner
banner
banner