Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. október 2016 15:18
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Fótboltaáhorf á niðurleið hjá breskum áskriftarstöðvum
Áhorf á beinar útsendingar á Sky og BT er á niðurleið.
Áhorf á beinar útsendingar á Sky og BT er á niðurleið.
Mynd: Getty Images
Nýjar áhorfstölur hjá sjónvarpsstöðvum á Englandi sýna að færri horfa á beinar útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni en í fyrra. Áhorf hjá Sky fer minnkandi og þá hrapar áhorf hjá BT á Meistaradeild Evrópu.

Enska blaðið Guardian hefur fjallað um þetta áhugaverða mál sem vekur athygli eftir risastóra sjónvarpssamninginn sem gerður var í kringum enska boltann.

Blaðið ákvað að leita skýringa og athuga hvort fótboltaáhorf almennt færi minnkandi eða hvort neytendur væru farnir að leita annarra leiða en í gegnum áskriftarsjónvarp.

„Við báðum lesendur okkar um að segja okkur frá sínum áhorfsvenjum. Yfir 500 manns svöruðu og upp kom flókin mynd. Sumir hafa minnkað fótboltaáhorf vegna þess að þeir eru komnir með nóg af því hvað íþróttin snýst mikið um peninga meðan aðrir geta ekki borgað fyrir Sky og BT," segir í grein Guardian.

Fjöldi þeirra sem horfa á ólöglegt streymi gegnum netið eykst.

„Sumir fara á barinn og horfa á boltann en sífellt fleiri eru farnir að streyma leikjum gegn netið. Þessi þróun mun halda áfram nema sjónvarpsstöðvarnar bjóði upp á ódýrari og sveigjanlegri þjónustu. Yfir til ykkar, Sky og BT."
Athugasemdir
banner
banner
banner