Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. október 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Ísland í 3. styrkleikaflokki fyrir EM - Dregið 8. nóv
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið er í þriðja styrkleikaflokki í drættinum fyrir EM í Hollandi næsta sumar.

Dregið verður þann 8. nóvember næstkomandi en liðunum er skipt niður í fjóra riðla.

Mótið í Hollandi fer fram 16. júlí til 6. ágúst næsta sumar.

Styrkleikaflokkur 1: Holland (Gestgjafar), Þýskaland (Titilhafar), Frakkland, England
Styrkleikaflokkur 2: Noregur, Svíþjóð, Spánn, Sviss.
Styrkleikaflokkur 3: Ítalía, Ísland, Skotland, Danmörk.
Styrkleikaflokkur 4: Austurríki, Belgía, Rússland, Portúgal.



Athugasemdir
banner
banner
banner