Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. október 2016 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Lára Kristín framlengir við Stjörnuna
Lára Kristín og Einar Páll Tamimi frá Stjörnunni.
Lára Kristín og Einar Páll Tamimi frá Stjörnunni.
Mynd: Stjarnan
Miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslandsmeistara Stjörnunnar.

Lára Kristín sem er 22 ára gömul spilaði 14 leiki í deild og bikar með Stjörnunni í sumar og skoraði í þeim eitt mark.

Hún er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2014. Hún hefur leikið 116 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 14 mörk.

Hún á að baki ein leik fyrir A-landslið Íslands og 33 fyrir yngri landsliðin.

Stjarnan varð Íslandsmeistari í sumar og hefur síðan þá bætt við sig einum leikmanni, Guðmunda Brynja Óladóttir kom frá Selfossi.
Athugasemdir
banner
banner
banner