Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. október 2016 15:05
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Pogba gæti orðið magnaður miðvörður
Staðan á vellinum er ekki vandamál Pogba að sögn Mourinho.
Staðan á vellinum er ekki vandamál Pogba að sögn Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Við bjuggumst ekkert við því að Paul myndi mæta hérna og verða stórkostlegur daginn eftir. Staðreyndin er sú að við treystum honum fullkomlega og hann veit það," segir Jose Mourinho um dýrasta leikmann heims, miðjumanninn Paul Pogba.

Frakkinn hefur fengið vænan skerf af gagnrýni í upphafi tímabils en hann hefur ekki staðið sig eins vel og vonast var eftir. Mourinho segir að þessi gagnrýni hafi þó ekki mikil áhrif á leikmanninn.

„Hann er með mikið sjálfstraust strákurinn, gagnrýnin hefur ekki mikil áhrif þó hann viti af henni."

Einhverjir hafa talað um að leikaðferð Mourinho henti ekki Pogba en portúgalski stjórinn segir að leikmaðurinn sé að aðlagast ensku úrvalsdeildinni.

Þá talar hann um fjölhæfni Pogba og segir að leikskilningur hans geri það að verkum að hann geti leyst nánast hvaða stöðu sem er.

„Hann er toppleikmaður og ég held að hann yrði til dæmis magnaður miðvörður. Hann er með sendingagæði, sterkur í loftinu og er lipur þrátt fyrir líkamsburðuna. Hann getur spilað í svo mörgum stöðum. Staðan á vellinum er ekki vandamálið hjá honum," segir Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner