mið 26. október 2016 08:30
Þorsteinn Haukur Harðarson
Rooney vill bæta markametið áður en hann yfirgefur Man. Utd
Rooney þarf að skora fimm mörk til að bæta markamet Man. Utd
Rooney þarf að skora fimm mörk til að bæta markamet Man. Utd
Mynd: Getty Images
Mirror greindi frá því seint í gærkvöldi að Jose Mourinho, stjóri Manchester United, væri um það bil að gefast upp á fyrirliðanum Wayne Rooney. Leikmaðurinn er þó ekki tilbúinn að yfirgefa félagið strax.

Samkvæmt frétt Mirror tekur Rooney ekki í mál að yfirgefa Old Trafford fyrr en hann er búinn að bæta markamet Sir Bobby Charlton hjá Manchester United.

Sir Bobby skoraði á sínum tíma 294 mörk í Man. Utd treyjunni og Rooney er einungis fjórum mörkum frá metinu.

Hann hafði vonast til að bæta metið núna í vetur og skrifa nafn sitt endalega í sögubækurnat hjá félaginu.

Rooney verður líklega í eldlínunni gegn Manchester City í kvöld og gæti komist nær metinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner